Nýr ókeypis bæklingur: Hvar á ég að byrja?

OA - Overeaters Anonymous Ísland

05/02/2024

OA samtökin bjóða nú upp á ókeypis bækling hér á vefsíðunni sem heitir Hvar á ég að byrja? og hentar sérstaklega vel þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í átt að bata við matarfíkn. Hægt er að sjá allt fræðsluefnið okkar hér og hér er hægt að nálgast bæklinginn Hvar á ég að byrja?

Við vonum að þessi bæklingur nýtist ykkur og ef að þið viljið fá bæklinginn útprentaðan er hægt að kaupa hann hjá okkur á 1.000 kr.

Til að panta lesefni þarf fyrst að greiða inn á Bókareikning OA og síðan senda pöntun, staðfestingu á greiðslu og upplýsingar á oa(at)oa.is sem mun senda lesefni í póstkröfu.
Kaupandi greiðir sendingarkostnað.

Reikningsnúmer: 0101-05-267305
Kennitala: 421089-2219