Hvað gera OA samtökin?
OA samtökin eru byggð á kerfi AA samtakanna
Við í OA samtökunum höfum fundið leið til að losna undan áþján ofáts með því að deila reynslu okkar og styðja hvert annað. Við bjóðum velkomna alla þá sem vilja losna undan matarfíkn. Við höfum engin þátttökugjöld. Hver deild er rekin með okkar eigin frjálsu framlögum og samtökin hafna allri utanaðkomandi fjárhagsaðstoð.
OA samtökin tengjast engum félagsskap öðrum, pólitískum, trúarlegum eða hugmyndafræðilegum og taka ekki afstöðu til málefna annarra en sinna eigin. Meginmarkmið okkar er að halda okkur frá hömlulausu ofáti og bera boðskap samtakanna til þeirra sem enn þjást af matarfíkn.
Um okkur
Hvað eru 12 spora samtök?
Er OA fyrir þig?
Hvernig veit ég hvort
OA sé fyrir mig?
Aðeins þú getur fundið út úr því hvort OA sé fyrir þig. Enginn annar getur tekið þá ákvörðun fyrir þig. Við sem erum núna í OA höfum fundið leið sem hjálpar okkur að lifa án þess að borða yfir okkur. Við trúum að matarfíkn sé stigvaxandi sjúkdómur sem hægt er að ná bata frá á svipaðan hátt og hægt er að ná bata frá alkóhólisma og öðrum sjúkdómum. Mundu að það er engin skömm í því að viðurkenna að þú eigir við vandamál að stríða. Það sem skiptir mestu máli er að gera eitthvað í því.
Reynslusögur
Getur þú speglað þig í þessum reynslusögum?
Saga matarfíkils
Í OA samtökunum þarf enginn að koma fram undir nafni og því birtist þessi frásögn nafnlaust. Ég er matarfíkill sem lýsir sér þannig að ég er vanmáttug þegar kemur að mat, sérstaklega sykri og skyndibitafæði.
OA gaf mér nýtt líf
Þegar ég kom fyrst inn á fund hjá OA fyrir rúmum 21 mánuði síðan var ég skíthrædd. Ég var þá 27 ára, 135 kg (er 166 cm) og búin að fá gallsteina vegna neyslu á óhollum mat og sælgæti.
Líf án sektarkenndar
Ég er þakklát ofæta fyrir að hafa í öllu myrkrinu ratað inn í OA. Frá unglingsárum hefur líf mitt, þar til nú, snúist um að á morgun fer ég í megrun, eða í dag er ég í megrun og allan tímann át ég stöðugt, var hömlaus nartari og hafði sektarkennd.
Meira um OA
OA loforðið og Æðruleysisbænin
OA loforðið
Ég legg hönd mína í þína og saman getum við gert það sem við gátum ekki gert ein.
Vonleysið er horfið og við þurfum ekki lengur að treysta á óstöðugan viljastyrk okkar.
Nú erum við öll saman og seilumst eftir mætti sterkari en okkar eigin.
Er við höldumst í hendur finnum við meiri ást og skilning en okkur gæti dreymt um.
Æðruleysisbænin
Guð gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli
12 spor OA
1
Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart mat og að við gætum ekki lengur stjórnað eigin lífi.
2
Við fórum að trúa að máttur okkur æðri gæti gert okkur andlega heilbrigð að nýju.
3
Við tókum þá ákvörðun að fela líf okkar og vilja umsjá Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum.
4
Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.
5
Við játuðum misgjörðir okkar fyrir Guði, sjálfum okkur og annarri manneskju og nákvæmlega hvað í þeim fólst.
6
Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla skapgerðarbrestina.
7
Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina.
8
Við skráðum misgjörðir okkar gagnvart náunganum og urðum fús til að bæta fyrir þær.
9
Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan.
10
Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar viðurkenndum yfirsjónir okkar umsvifalaust.
11
Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt til að framkvæma hann.
12
Við urðum fyrir andlegri vakningu er við stigum þessi spor og reyndum því að flytja öðrum hömlulausum ofætum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.
Við tökum vel á móti þér
Öll eru velkomin
Félagarnir í OA hafa orðið nokkrus vísari. Strax á fyrsta fundinum í samtökunum komumst við að því að við erum altekin hættulegum sjúkdómi. Við uppgötvuðum líka að geðheilbrigði, sjálfsöryggi og viljastyrkur, sem mörg okkar héldu sig hafa nóg af, hefur lítið að segja gegn honum.
Við komumst að því að orsakir sjúkdómsins skipta ekki höfuðmáli. Það sem skiptir mestu máli fyri okkur er þetta: Það er til þrautreynd, meðfærileg aðferð til að hafa hemil á sjúkdómi okkar.