Fáðu stuðning hjá okkur

Öll eru velkomin á fund hjá OA

OA eru sjálfshjálparsamtök fyrir fólk með matarfíkn. Kerfið er byggt á kerfi AA samtakanna og stendur fyrir Overeaters Anonymous. Við bjóðum öll sem hafa löngun til að hætta að borða hömlulaust velkomin á fund hjá okkur. Félagsskapur OA leggur áherslu á að öll eru samþykkt og viðurkennd án aðgreiningar, enginn er útilokaður.

Sjá fundi

fyrir hvað stöndum við?

Hvað gera OA samtökin?

Matarfíkn getur verið stórt vandamál í lífi fólks. OA samtökin hafa lausn við þessu vandamáli sem byggir á 12 spora kerfi AA samtakanna. OA félagar eru karlar, konur og kvár á öllum aldri um allan heim sem eiga sér þá ósk heitasta að halda sig frá hömlulausu áti og vilja bera boðskap samtakanna um bata áfram til þeirra sem enn þjást.

Í OA er talað um fráhald, en fráhald er sú aðgerð að halda sig frá hömlulausu áti og hömlulausri matarhegðun um leið og unnið er að því að ná og viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd. Andlegur, tilfinningalegur og líkamlegur bati er árangur þess að lifa og iðka 12 spor OA samtakanna daglega.

12 spora samtök

OA eru byggð á 12 spora kerfi AA samtakanna

Hjálp við matarfíkn

Matarfíkn getur verið stórt vandamál í lífi fólks. OA samtökin eru tilbúin til að hjálpa ykkur með hjálp AA kerfisins.

Allir velkomnir

Við tökum vel á móti fólki af öllum kynjum á öllum aldri. Það kostar ekkert að mæta og hægt er að sjá hvar fundir eru haldnir hér.

Fullum trúnaði heitið

Á fundum er algjör trúnaður, þ.e. þegar fundinum er lokið er ekki rætt um hverjir voru á fundunum eða hvað þeir sögðu þar. 

Bera boðskap áfram

Hjálpumst að við að hjálpa hvort öðru. Berum boðskap OA samtakanna áfram til þeirra sem enn þjást.

Ekki megrun

OA er ekki megrunarklúbbur og setur engin skilyrði um þyngdartap. Með því að viðurkenna vanmátt okkar gagnvart mat og með því að kasta frá okkur þeirri hugsun að maður þurfi á „viljastyrk“ að halda til að stjórna áti sínu, verður maður fær um að halda sig frá ofáti – einn dag í einu.

Þekkir þú einkennin?

Á eitthvað af þessu við um þig?

Hér fyrir neðan höfum við tekið saman ein helstu einkenni matarfíknar. Lestu yfir yfir þessa punkta og athugaðu hvort eitthvað af þessu eigi við um þig. Ef þú ert enn ekki viss, skaltu taka sjálfsprófið og lesa reynslusögur.

Borða þrátt fyrir seddu

Ég finn alltaf fyrir hungri, líka þegar ég er nýbúin/nn/ið að borða

Sektarkennd yfir mataráti

Þegar ég er búin að borða fæ ég mikla sektarkennd og vildi að ég hefði ekki borðað neitt.

Hugsa oft um mat

Ég fæ reglulega upp hugsanir um mat, þó ég sé ekki svöng/svangur/svangt.

Borða í einrúmi

Það fylgir því það mikil skömm að borða að ég get ekki hugsað mér að borða fyrir framan annað fólk.

Borða þegar mér líður illa

Þegar mér líður illa, eitthvað kom uppá eða mér líður illa með eitthvað sem gerðist eða með sjálfa/n/t mig, líður mér betur ef ég borða.

Hef reynt mörg ráð án árangurs

Ég hef prufað alla megrunarkúrana, farið á öll námskeið og reynt allt til þess að breyta mér en hef/ur ekki enn tekist það.

Taktu skrefið að betri vellíðan

Á þessari síðu getur þú komist að því hvort þú eigir við matarfíkn að stríða. Hér er hægt að taka sjálfspróf til að kanna hvort OA sé eitthvað fyrir þig. Einnig er hægt að lesa reynslusögur hérna á síðunni til að sjá hvort þú þekkir eitthvað í sögu þeirra OA félaga sem hafa sagt sögu sína.

Næstu fundir

Yfirlit yfir fundi

Öll eru velkomin á fund hjá okkur. Fyllsta trúnaðar er heitið.

Hér er yfirlit yfir alla fundi en einnig eru allir fundirnir sömuleiðis á Zoom.
Nr: 764-428-5978  //  Lykilorð: 123456

Fréttir

Reynslusögur

Getur þú speglað þig í þessum reynslusögum?