Getur þú ekki hætt að borða?
Hefur þú reynt mörg líkamsræktarátök og megrunarkúra en ferð alltaf í sama farið?
OA hefur lausn fyrir þig! Vertu velkomin á fund hjá okkur. Það er tekið vel á móti nýliðum á öllum fundunum í fundarskránni okkar.
ÖLL velkomin
Allir fundir einnig á ZOOM
Nýr ÓKEYPIS bæklingur á Íslensku
Hvar á ég að byrja?
Sjá heimasíðu OA Region 9 þýdda á “íslensku”
Heim – Ofátendur Nafnlaus svæði 9 (oaregion9.org)
Taktu sjálfsprófið
Sjálfsprófið er mjög góð leið til þess að sjá hvort að OA sé fyrir þig.
Er matur vandamál?
Matarfíkn getur verið stórt vandamál í lífi fólks. OA samtökin hafa lausn við þessu vandamáli sem byggir á 12 spora kerfi AA samtakanna. OA félagar eru karlar og konur á öllum aldri um allan heim sem eiga sér þá ósk heitasta að halda sig frá matarfíkn og vilja bera boðskap samtakanna um bata áfram til þeirra sem enn þjást.
Ekki megrun!
OA er ekki megrunarklúbbur og setur engin skilyrði um þyngdartap. Með því að viðurkenna vanmátt okkar gagnvart mat, og að kasta frá sér þeirri hugsun að maður þurfi á “viljastyrk” að halda til að stjórna áti sínu, verður maður fær um að halda sig frá ofáti – einn dag í einu.
Matarfíkn?
Á þessari síðu getur þú komist að því hvort þú eigir við matarfíkn að stríða. Hér er hægt að taka sjálfspróf til að kanna hvort OA sé eitthvað fyrir þig. Einnig er hægt að lesa reynslusögur hérna á síðunni til að sjá hvort þú þekkir eitthvað í sögu þeirra OA félaga sem hafa sagt sögu sína.
Trúnaður
Ef þú vilt vita meira, ert þú
boðin/n velkomin/n á fund hjá OA. Á fundum er algjör trúnaður, þ.e. þegar fundinum er lokið er ekki rætt um hverjir voru á fundunum eða hvað þeir sögðu þar. Það kostar ekkert að fara á fundi og þú ert
velkomin/nn á hvaða fund sem er á fundarskránni okkar.
Er OA fyrir þig?
Aðeins þú getur fundið út úr því hvort OA sé fyrir þig. Enginn annar getur tekið þá ákvörðun fyrir þig. Við sem erum núna í OA höfum fundið leið sem hjálpar okkur að lifa án þess að borða yfir okkur. Við trúum að matarfíkn sé stigvaxandi sjúkdómur sem hægt er að ná bata frá á svipaðan hátt og hægt er að ná bata frá alkóhólisma og öðrum sjúkdómum. Mundu að það er engin skömm í því að viðurkenna að þú eigir við vandamál að stríða. Það sem skiptir mestu máli er að gera eitthvað í því.
OA loforðið
Ég legg hönd mína í þína og saman getum við gert það sem við gátum ekki gert ein. Vonleysið er horfið og við þurfum ekki lengur að treysta á óstöðugan vilja okkar. Nú erum við öll saman og seilumst eftir mætti sterkari okkar eiginn. Er við höldumst í hendur finnum við meiri ást og skilning en okkur gæti dreymt um.
Æðruleysisbænin
Guð gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli